Sandra snýr aftur í landsliðið

Sandra María Jessen í leik með Þór/KA síðasta sumar.
Sandra María Jessen í leik með Þór/KA síðasta sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen úr Þór/KA, snýr aftur í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu en Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir vináttulandsleikina gegn Nýja-Sjálandi og Sviss sem fram fara dagana 7. og 11. apríl.

Sandra lék síðast með landsliðinu í mars árið 2020 en hún hefur skorað sex mörk í 31 landsleik fyrir Íslands hönd og verið mjög atkvæðamikil með Þór/KA í deildabikarnum undanfarnar vikur.

Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður koma einnig inn í hópinn frá því á mótinu á Spáni í febrúar.

Guðný Árnadóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir detta út úr hópnum frá Spánarmótinu, ásamt Söndru Sigurðardóttur markverði sem lagði hanskana á hilluna eftir mótið.

Íris Dögg er sú eina í hópnum sem ekki á A-landsleik að baki og þá spilaði Hildur Antonsdóttir sína tvo A-landsleiki fyrir þremur árum.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Bayern München, 9 leikir
Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki, 2 leikir
Íris Dögg Gunnarsdóttir, Þrótti R.

Varnarmenn:
Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München, 110 leikir, 8 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, 99 leikir, 14 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga, 51 leikur
Guðrún Arnardóttir, Rosengård, 23 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val, 14 leikir, 1 mark
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki, 14 leikir
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki, 11 leikir

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir, West Ham, 111 leikir, 37 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir, Fiorentina, 31 leikur, 4 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Bayern München, 25 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir, Rosenborg, 24 leikir, 4 mörk
Amanda Andradóttir, Kristianstad, 12 leikir, 2 mörk
Hildur Antonsdóttir, Fortuna  Sittard, 2 leikir

Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki, 53 leikir, 4 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir, Gotham, 42 leikir, 2 mörk
Sandra María Jessen, Þór/KA, 31 leikur, 6 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg, 28 leikir, 7 mörk
Hlín Eiríksdóttir, Kristianstad, 22 leikir, 4 mörk
Diljá Ýr Zomers, Norrköping, 3 leikir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Þrótti R., 2 leikir, 2 mörk

mbl.is