Liðstyrkur á Akureyri

Melissa Anne Lowder er gengin til liðs við Þór/KA.
Melissa Anne Lowder er gengin til liðs við Þór/KA. Ljósmynd/Þór/KA

Bandaríski markvörðurinn Melissa Anne Lowder er gengin til liðs við Þór/KA og mun hún leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á komandi keppnistímabili.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í kvöld en Melissa, sem er fædd árið 1997, lék með háskólaliði Santa Clara Broncos á árunum 2015 til 2018.

Frá því hún útskrifaðist úr háskóla hefur hún leikið með Utah Royals, Chicago Red Stars og San Diego Waves.

Ég er ótrúlega spennt fyrir tækifærinu til að spila fyrir Þór/KA og að þroska þekkingu mína á leiknum,“ sagði Melissa í tilefni undirskriftarinnar.

mbl.is