Ísak ævinlega þakklátur Arnari

Ísak Bergmann Jóhannesson í leik gegn Albaníu.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik gegn Albaníu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er afar þakklátur fyrir það traust sem Arnar Þór Viðarsson, sem var rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari karla í gær, sýndi honum við sín fyrstu skref með landsliðinu.

Skagamaðurinn hefur leikið 18 A-landsleiki til þessa, þar af 17 þeirra undir stjórn Arnars. Sá fyrsti kom gegn Liechtenstein 31. mars árið 2021 og sá síðasti gegn sama andstæðingi 26. mars síðastliðinn.

„Takk fyrir að gefa mér mína fyrstu A-landsleiki. Þú hjálpaðir mér svo ótrúlega mikið á fyrstu skrefunum mínum. Þú hefur gefið mér ómetanlega reynslu og ég verð þér ævinlega þakklátur,” skrifaði Ísak á Instagram.

Kveðja Ísaks.
Kveðja Ísaks. Ljósmynd/Skjáskot Instagram
mbl.is