Þróttur skoraði átján og nokkur skoruðu sjö

Sindri Þór Sigþórsson markvörður Árbæjar slær boltann frá marki sínu …
Sindri Þór Sigþórsson markvörður Árbæjar slær boltann frá marki sínu en Uros Mladenovic úr Víkingi í Ólafsvík sækir að honum. Árbær vann óvæntan sigur í leik liðanna á Fylkisvelli. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Stór hluti af leikjunum í fyrstu umferð bikarkeppni karla í fótbolta, Mjólkurbikarsins, fór fram í gær og í fyrrakvöld og umferðinni lýkur í dag.

Þróttarar úr Reykjavík, sem eru nýliðar í 1. deildinni í ár, skoruðu langflest mörk en þeir rótburstuðu 5. deildarlið Stokkseyrar, 18:0. Ellefu leikmenn skoruðu mörkin átján og Jörgen Pettersen gerði þrjú þeirra.

Selfoss úr 1. deild vann Álftanes úr 5. deild, 7:1. Alexander Clive Vokes skoraði þrennu fyrir Selfyssinga.

KFG úr Garðabæ sem leikur í 2. deild vann 5. deildarliðið Hafnir, 7:0, þar sem Jón Arnar Barðdal skoraði þrennu.

KFK úr Kópavogi sem leikur í 4. deild vann utandeildalið Reynis frá Hellissandi, 7:1, í Ólafsvík. Vladyslav Kudryastsev skoraði tvö markanna.

Tindastóll, sem leikur í 4. deild, vann utandeildalið Hamranna, 7:2, á Akureyri þar sem Max Karl Linus Selden og Eysteinn Bessi Sigmarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skagfirðingana.

Árbær, sem leikur í 3. deild í fyrsta sinn í ár, vann óvæntan sigur á 2. deildarliði Víkings frá Ólafsvík, 2:1, þar sem Einar Logi Þrándarson skoraði sigurmarkið.

Víðir úr Garði, sem leikur í 3. deild, vann góðan útisigur á 2. deildarliði Hauka, 3:2.

Önnur úrslit í 1. umferð:

Elliði - Árborg 0:1
Vængir Júpíters - KH 4:4 - KH vann í vítakeppni
Berserkir/Mídas - Smári 1:2
KB - Kría 2:4
Úlfarnir - Þróttur V. 1:3
Hvíti riddarinn - GG 3:2
Kári - Léttir 5:0
RB - Álafoss 5:3
Ýmir - KFS 1:2
Njarðvík - Hörður Í. 4:0
Magni - Samherjar 4:0

Síðustu leikirnir eru í dag og þá mætast:

Uppsveitir - Hamar
ÍR - ÍH
Reynir S. - Ægir
KÁ - Kormákur/Hvöt
SR - Augnablik
Skallagrímur - KFR
KV - Afríka

Í 2. umferð mætast:

KFA - Spyrnir
Grótta - Vestri
Afturelding - Grindavík
Þór - KF
Árborg - Kári
Kría - Fjölnir
RB - Hvíti riddarinn
Sindri - Höttur/Huginn
KFS - Þróttur R.
KFK - Selfoss
Uppsveitir eða Hamar - KÁ eða Kormákur/Hvöt
Skallagrímur eða KFR - KH
SR eða Augnablik - Njarðvík
Þróttur V. - KV eða Afríka
Smári - Reynir S. eða Ægir
Dalvík/Reynir - Tindastóll
ÍA - Víðir
Völsungur - Magni
KFG - ÍR eða ÍH
Leiknir R. - Árbær

mbl.is