Spá mbl.is: Fjórða sætið

KR-ingar fagna Benóný Breka Andréssyni sem var þeirra markahæsti maður …
KR-ingar fagna Benóný Breka Andréssyni sem var þeirra markahæsti maður á síðasta tímabili með níu mörk í Bestu deildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

KR hafnar í fjórða sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

KR fékk 212 stig í spánni og var 27 stigum fyrir ofan Stjörnuna sem hafnaði í fimmta sætinu. Gangi þetta eftir ná KR-ingar Evrópusæti, svo framarlega sem bikarmeistararnir 2024 enda ekki neðar í deildinni.

KR-ingar enduðu í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var þeirra lakasti árangur í sextán ár, eða síðan þeir höfnuðu í áttunda sæti árið 2007. KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í 27. skipti árið 2019, þá í þriðja sinn frá 2011, og þeir eru sigursælastir í sögu Íslandsmótsins. KR-ingar urðu bikarmeistarar í fjórtánda sinn árið 2014 og og hafa líka unnið þann titil oftast allra.

KR-ingar voru stórtækir á leikmannamarkaðnum í vetur því þeir fengu til sín þrjá leikmenn úr atvinnumennsku erlendis en þeir Axel Óskar Andrésson og Alex Þór Hauksson komu úr sænsku B-deildinni og Aron Sigurðarson úr dönsku B-deildinni. Þeir hafa líka skipt alveg um markvarðapar en Guy Smit og Samuel Blair leysa Simen Kjellevold og Aron Snæ Friðriksson af hólmi.

Sterkir leikmenn fóru frá KR því Sigurður Bjartur Hallsson, Kennie Chopart, Jakob Franz Pálsson og Kristinn Jónsson skiptu allir um félag hér á landi og Olav Öby fór heim til Noregs.

Englendingurinn Gregg Ryder tók við þjálfun KR í vetur en hann hefur áður þjálfað Þór á Akureyri og Þrótt úr Reykjavík.

Komn­ir:
Axel Óskar Andrés­son frá Öre­bro (Svíþjóð)
Samu­el Bla­ir frá Norwich (Englandi)
Guy Smit frá Val (lék með ÍBV 2023)
Aron Sig­urðar­son frá Hor­sens (Dan­mörku)
Alex Þór Hauks­son frá Öster (Svíþjóð)
Hrafn Guðmunds­son frá Aft­ur­eld­ingu
Rúrik Gunn­ars­son frá Aft­ur­eld­ingu (úr láni)

Farn­ir:
Sig­urður Bjart­ur Halls­son í FH
Si­men Kj­ell­evold í Åsane (Nor­egi)
Pont­us Lind­gren í Sundsvall (Svíþjóð) (var í láni hjá ÍA)
Aron Snær Friðriks­son í Njarðvík
Kennie Chopart í Fram
Krist­inn Jóns­son í Breiðablik
Olav Öby í Kj­elsås (Nor­egi)
Jakob Franz Páls­son í Venezia (Ítal­íu) (úr láni - fór í Val)

Fyrstu leikir KR:
  7.4. Fylkir - KR
12.4. Stjarnan - KR
20.4. KR - Fram
28.4. KR - Breiðablik
  5.5. KA - KR

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 KR 212
5 Stjarnan 185
6 FH 181
7 KA 142
8 Fram 129
9 ÍA 118
10 Fylkir 63
11 Vestri 60
12 HK 56

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert