Mikil spenna fyrir leik Hollands og Portúgals

AP

Mikil spenna ríkir nú í Portúgal en leikur heimamanna og Hollendinga í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu hefst í Lissabon klukkan 18:45 að íslenskum tíma og verður sýndur beint í Sjónvarpinu. Á morgun leika Grikkir og Tékkar á sama tíma. Knattspyrnuunnendur hafa dansað á götum Lissabon í dag og á myndinni má sjá Hollendinga íklædda appelsínugulum treyjum og Portúgala, klæddan skarlatsrauðri treyju, skemmta sér í góða veðrinu í dag.

mbl.is