Leikurinn sem ræður svo miklu um framhaldið

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar voru skrefinu á eftir Frökkum …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar voru skrefinu á eftir Frökkum í síðasta leik í undankeppninni en í dag mæta þeir Albönum á Laugardalsvellinum og þar verður heldur betur mikið í húfi fyrir bæði liðin. AFP

Allir leikir eru mikilvægir en sumir jafnvel mikilvægari en aðrir. Þessi speki á við um viðureign Íslands og Albaníu sem hefst klukkan 13 á Laugardalsvellinum í dag en segja má að þetta sé gríðarlega mikilvægt uppgjör um hvort liðið ætli að koma sér í góða stöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta sem fram fer á næsta ári og verður leikið víðsvegar um Evrópu.

Ísland stendur betur að vígi eftir tvær fyrstu umferðirnar, enda þótt báðar þjóðirnar séu með þrjú stig eftir einn sigur og einn ósigur, og markatala Albana sé betri.

Bæði liðin unnu Andorra á útivelli, Ísland vann 2:0 og Albanía vann 3:0, en Ísland tapaði 4:0 fyrir Frakklandi á útivelli á meðan Albanar töpuðu 2:0 fyrir Tyrkjum á heimavelli.

Ósigur Íslands í París var fyrirsjáanlegur, þó 4:0 hafi verið óþarflega stórt tap. Útileikur við Frakka var fyrirfram sá leikur þar sem síst var að búast við stigi eða stigum í þessari undankeppni. Þar tapaðist ekkert nema hluti af stoltinu.

Sjá forspjall um viðuireign Íslands og Albaníu í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin