Nýliðinn var svellkaldur

Guðmundur Hólmar Helgason með boltann í leiknum við Noreg.
Guðmundur Hólmar Helgason með boltann í leiknum við Noreg. Ljósmynd / Foto Olimpik

„Þetta var rosalega stór sigur upp á framhaldið í keppninni að gera. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur og frábært að ná þessum sigri til þess að taka með sér stig í milliriðilinn“.

Þetta sagði Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður, er Morgunblaðið innti hann álits á frammistöðu Íslands í sigurleiknum gegn Noregi.

„Fyrirfram er búist við því að Ísland, Noregur og Króatía fari þangað þótt Hvíta-Rússland sé einnig hættulegur andstæðingur. Ég var hæfilega bjartsýnn en skíthræddur við Norðmennina enda eru þeir með hörkulið,“ sagði Ingimundur sem spilaði í Noregi á sínum tíma. Varð raunar norskur meistari og fylgist ágætlega með gangi mála þar.

Sjá viðtal við Ingimund um frammistöðu landsliðsins í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Vignir Svavarsson brýst í gegnum norsku vörnina í leiknum í ...
Vignir Svavarsson brýst í gegnum norsku vörnina í leiknum í gær. Ljósmynd/Foto Olimpik