„Svona handbolta viljum við spila“

Vignir Svavarsson reynir að komast í gegnum vörn Króata.
Vignir Svavarsson reynir að komast í gegnum vörn Króata. Foto Olimpik

„Við börðust mjög hart í vörninni frá fyrstu til síðustu mínútu,“ sagði Manuel Strlek leikmaður Króata eftir sigurinn gegn Íslendingum í lokaumferð B-riðils á EM í handknattleik í kvöld.

„Við vorum að hjálpa hvor öðrum og þetta var vörnin sem við viljum spila. Við þurfum að vera svona í herjum leik. Þegar við náum að spila á þennan hátt erum við ekki auðveldir við að eiga. Með þessari góðu vörn þá skoruðum við auðveld mörk og þetta er handbolti sem viljum spila,“ sagði Strlek sem skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum.

Króatar fara inn í milliriðilinn með 2 stig, Norðmenn 4 en Hvít-Rússar ekkert. Íslendingar eru hins vegar úr leik og er á heimleið.

mbl.is