Fyrrverandi gjaldkerinn og fulltrúi Framsóknar

„Þjálfarateymið í kringum liðið á Evrópumótinu er algjörlega frábært,“ sagði Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, í EM-uppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur notið dyggrar aðstoðar þeirra Gunnars Magnússonar og Ágúst Jóhannssonar á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Gunnar hefur verið lengi í teyminu en Ágúst kom inn í þjálfarateymið fyrir Evrópumótið í ár og hefur staðið sig með miklum sóma.

„Gunnar Magnússon fyrrverandi gjaldkeri Búnaðarbankans og fulltrúi Framsóknarflokksins Ágúst Jóhannsson hafa verið algjörlega geggjaðir,“ sagði Guðjón.

„Maður tók sérstaklega eftir því þegar maður var í Búdapest að verkaskiptingin er mjög skýr og það sást mjög vel að þeir vinna allir gríðarlega vel saman,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

EM-uppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og Ágúst Þór Jóhannsson á …
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og Ágúst Þór Jóhannsson á hliðarlínunni í Búdapest. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert