Ferguson: Giggs verðskuldar að vera valinn bestur

Ryan Giggs með enska meistaratitilinn sem hann hefur unnið 10 …
Ryan Giggs með enska meistaratitilinn sem hann hefur unnið 10 sinnum. Reuterse

Komi Ryan Giggs við sögu með Manchester United gegn Tottenham á Old Trafford á morgun leikur hann sinn 800. leik fyrir félagið en Walesverjinn er leikjahæsti leikmaður félagins frá upphafi. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins segir Giggs verðskulda að verða fyrir valinu sem leikmaður ársins en Giggs er ásamt fimm öðrum tilnefndur í kjörinu.

,,Ég vona að Giggs verði fyrir valinu. Hann hefur spilað 30 leiki á tímabilinu og verðskuldar að mínu mati að fá þessa viðurkenningu," segir Ferguson en Giggs á möguleika á að verða enskur meistari í 11. sinn á ferlinum.

,,Ryan er stórkostlegur leikmaður. Hann nýtur mestrar virðingu allra leikmanna okkar og það er hreint með ólíkindum hversu lengi hann hefur verið í fremstu röð," segir Ferguson á vef félagins.

Giggs er 35 ára gamall sem hefur leikið allan sinn feril með Manchester United en fyrstu . Í leikjunum 799 sem hann hefur leikið fyrir Manchester-liðið hefur hann skorað 147 mörk og þau eru ófá mörkin sem hann hefur lagt upp fyrir félaga sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina