Giroud vill að Wenger fái samning

Olivier Giroud tekur í höndina á Wenger.
Olivier Giroud tekur í höndina á Wenger. AFP

Olivier Giroud, framherji Arsenal, vill að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri félagsins, haldi áfram eftir leiktíðina og skrifi undir nýjan samning fljótlega. 

Samningur Wenger rennur út eftir leiktíðina, en stuðningsmenn félagsins eru margir hverjir orðnir þreyttir á franska þjálfaranum. Giroud er ekki á sama máli. 

„Við viljum að Wenger skrifi undir nýjan samning. Við viljum að ævintýrið hjá honum haldi áfram því við styðjum hann allir. Vonandi náum við að vinna enska bikarinn og tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili,“ sagði Giroud. 

mbl.is