Koeman ætlar að krækja í Gylfa Þór

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Enska pressan heldur áfram að orða landsliðsmanninnn Gylfa Þór Sigurðsson við Everton en Ronald Koeman, stjóri Everton, er sagður ætla að gera allt sem hann getur til að fá Gylfa frá Swansea City í sumar.

Liverpool Echo, staðarblaðið í Liverpool, segir að Swansea hafi fyrir tímabilið hafnað 28 milljóna punda tilboði frá Everton í Gylfa en nú sé Everton að undirbúa annað tilboðið í leikmanninn.

Nánast öruggt er að framherjinn Romelu Lukako mun segja skilið við Everton í sumar og hluta af þeirri fjárhæð sem Everton mun fá fyrir Belgann ætlar Koeman að nota til að kaupa Gylfa Þór.

Gylfi hefur átt frábært tímabil með Swansea. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins í deildinni með 8 mörk og er sá leikmaður sem hefur átt flestar stoðsendingar í deildinni, eða 11.

mbl.is