Zlatan hefur sætt sig við endalokin

Zlatan Ibrahimovic liggur á vellinum eftir að hann lenti illa …
Zlatan Ibrahimovic liggur á vellinum eftir að hann lenti illa í leiknum við Anderlecht síðasta fimmtudagskvöld. AFP

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester Untied, hefur sætt sig við að ferill hans á Old Trafford er á enda runninn eftir að hann sleit krossband í hné í leik gegn Anderlecht í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Hann hefur hins vegar áréttað að hann ætlar sér að snúa aftur á fótboltavöllinn eins og fram kom á mbl.is í gær. Það er þó ljóst að Svíinn verður frá keppni fram á næsta ár.

Í frétt Daily Mirror um málið segir að hann vonist til þess að halda ferlinum áfram í bandarísku MLS-deildinni, þó hann viti að hann eigi ekki afturkvæmt í búning United. 

Zlatan er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með 28 mörk, en samningur hans við félagið rennur út  í sumar. Hann hafði möguleika á að framlengja hann fyrr í vetur, en gerði það ekki vegna áhyggja um að United kæmist ekki í Meistaradeildina.

mbl.is