Mourinho nálgast met sir Alex

Sir Alex Ferguson og José Mourinho.
Sir Alex Ferguson og José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, nálgast met sem goðsögnin sir Alex Ferguson á eftir tíma sinn í brúnni á Old Trafford.

United tapaði ekki í 37 heimaleikjum í röð skömmu áður en sir Alex hætti, en fyrsta tapið eftir langa hrinu kom tímabilið 2010/2011. United hefur nú ekki tapað í 32 leikjum í röð á heimavelli í öllum keppnum undir stjórn Mourinhos og nálgast því metið óðfluga.

Næstu fimm heimaleikir United eru gegn Burton Albion í deildabikarnum áður en Crystal Palace og Tottenham mæta á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. United tekur svo á móti Benfica í Meistaradeildinni og getur svo jafnað met Fergusons gegn Newcastle. Metið gæti svo fallið gegn Brighton í nóvember.

mbl.is