Giggs tekur við Walesverjum

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, verði ráðinn þjálfari velska karlalandsliðsins í knattspyrnu á morgun.

Knattspyrnusamband Wales hefur boðað til fréttamannafundar á morgun þar sem Giggs verður kynntur til leiks en hann mun gera fjögurra ára samning.

Giggs leysir Chris Coleman af hólmi en hann sagði starfi sínu lausu í nóvember og er tekinn við B-deildarliði Sunderland.

Giggs, sem lék 64 lands­leiki fyr­ir Wales, lagði skóna á hilluna 2016. Hann var aðstoðarmaður Lou­is van Gaal hjá Manchesterliðinu tvö tíma­bil og stýrði svo liðinu í nokkr­ar vik­ur eft­ir að Van Gaal var rek­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert