Svíi til Palace

Erdal Rakip.
Erdal Rakip. Ljósmynd/Twitter

Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace er búið að fá sænska U21 árs landsliðsmanninn Erdal Rakip að láni frá portúgalska liðinu Benfica.

Rakip verður í herbúðum Crystal Palace út leiktíðina en fyrr í þessum mánuði yfirgaf hann sænska úrvalsdeildarliðið Malmö og samdi við Benfica.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Roy Hodgon, stjóri Palace, fær til liðs við sig í janúarglugganum en Hodgson segist þurfa að fá fleiri menn til að fylla í skörð þeirra leikmanna sem heltust úr leik fyrr í þessum mánuði og spila ekkert meira með á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert