Ættu að hugsa um annan leikmann

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United hefur gert Real Madrid það ljóst að það sé að sóa tíma sínum í baráttu sinni um að krækja í markvörðinn David de Gea.

De Gea, sem hefur verið frábær á milli stanganna hjá Manchester United á þessu tímabili sem og síðustu árin, er enn og aftur kominn á óskalista Real Madrid en litlu mátti muna að hann gengi í raðir Madridarliðsins í ágúst 2015.

„Ég veit ekki hver áform Real Madrid eru enn ég held að það ætti að hugsa um einhvern annan leikmann heldur De Gea,“ segir Mourinho.

David de Gea, sem kom til Manchester United frá Atlético Madrid árið 2011, er samningsbundinn Manchester-liðinu til ársins 2019.

mbl.is