Alvarleg meiðsli hjá Holding

Rob Holding í leik með Arsenal gegn Tottenham um síðustu …
Rob Holding í leik með Arsenal gegn Tottenham um síðustu helgi. AFP

Rob Holding varnarmaður Arsenal spilar ekki meira með Lundúnaliðinu á tímabilinu en hann meiddist illa á hné í viðureign Arsenal gegn Manchester United á Old Trafford í vikunni.

Í ljós hefur komið að Holding er með slitið krossband í hnénu og þarf að gangast undir aðgerð. Reiknað er með að hann verði frá æfingum og keppni í allt að níu mánuði.

Holding hefur komið við sögu í tíu af 15 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is