Huth staðfestir að hann sé hættur í fótbolta

Robert Huth varð Englandsmeistari með Leicester.
Robert Huth varð Englandsmeistari með Leicester. OLI SCARFF

Robert Huth, fyrrverandi varnarmaður Chelsea og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur staðfest að hann hefur lagt skóna á hilluna en hann hefur verið án félags síðan síðasta sumar.

Huth var að svara sögusögnum þess efnis að hann væri að ganga til liðs við Derby í ensku B-deildinni í félagsskiptaglugganum sem nú er opinn. „Þetta gæti ekki verið minna satt,“ skrifaði Huth á Twitter. „Ég er hættur í fótbolta, ég hef bara ekki farið í viðtal og vælt yfir því.“

Þjóðverjinn varð samningslaus hjá Leicester á síðasta ári en hann varð Englandsmeistari með félaginu 2016 en spilaði svo lítið eftir það vegna meiðsla. Þá varð hann einnig Englandsmeistari með Chelsea árin 2005 og 2006 en hann spilaði 322 úrvalsdeildarleiki á Englandi og skoraði í þeim 21 mark á árunum 2001 til 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert