Andlát föður frestar félagaskiptum

Daniel James.
Daniel James. AFP

Daniel James, leikmaður Swansea City og velska landsliðsins í fótbolta, er að öllu óbreyttu á leið til Manchester United en einhver frestur verður á því að gengið verði frá félagaskiptunum.

Ástæðan er sú að faðir James lést í gær, 60 ára gamall. Andlát hans bar brátt að, að því er fram kemur í fjölmiðlum í dag, en Swansea City hefur staðfest andlát föður leikmannsins.

Fregnir bárust af því í vikunni að Manchester United hafi náð samkomulagi við James um að ganga í raðir félagsins en talið er að United greiði 15 milljónir fyrir leikmanninn, sem er 21 árs gamall og er mjög hæfileikaríkur. Hann hefur oft verið kallaður „velski Messi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert