Lampard skrifar undir í lok vikunnar

Frank Lampard er að taka við sínu gamla félagi.
Frank Lampard er að taka við sínu gamla félagi. AFP

Frank Lampard verður næsti knattspyrnustjóri Chelsea en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í kvöld. Lampard tekur við liðinu af Maurizio Sarri sem hætti á dögunum til þess að taka við ítalska stórliðinu Juventus.

Lampard mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið samkvæmt enskum fjölmiðlum en hann og Roman Abramovich, eigandi Chelsea, funduðu saman í vikunni. Abramavich á að hafa fullvissað Lampard um að hann fái að minnsta kosti tvö tímabil til þess að móta liðið.

Lampard þekkir vel til hjá Chelsea en hann er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Miðjumaðurinn fyrrverandi lék með liðinu á árunum 2001 til ársins 2014 en hann tók við liði Derby í ensku B-deildinni síðasta sumar og kom liðinu alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert