Höfnuðu því að fá Icardi og Nainggolan

Romelu Lukaku er afar eftirsóttur af ítalska stórliðinu Inter Mílanó.
Romelu Lukaku er afar eftirsóttur af ítalska stórliðinu Inter Mílanó. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hafnaði því að fá Mauro Icardi og Radja Nainggolan, leikmenn Inter Mílanó, í skiptum fyrir Romelu Lukaku en það er ESPN sem greinir frá þessu.

Lukaku hefur verið sterklega orðaður við Inter Mílanó í allt sumar en Antonio Conte, stjóri Inter, vill ólmur fá Lukaku til Ítalíu. Inter bauð United bæði Icardi og Nainggolan í skiptum fyrir Lukaku sem kostar 80 milljónir punda.

Lukaku kom til Manchester United sumarið 2017 en átti ekki fast sæti í liði Ole Gunnar Solskjær á síðustu leiktíð. Inter reynir að lækka verðmiðann á Lukaku en ítalska félagið er ekki tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir framherjann.

United vill hins vegar selja leikmanninn fyrir 80 milljónir punda til þess að kaupa aðra leikmenn sem eru ofarlega á óskalista félagsins. 

mbl.is