Ekki okkar stærsti félagaskiptagluggi

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir að félagaskiptaglugginn verði ekki sá stærsti hjá liðinu en litlar breytingar hafa orðið hjá Evrópumeisturunum í sumar.

Liverpool hefur aðeins keypt einn leikmann í sumar, Hollendinginn unga Sepp van Den Berg. Klopp lítur á Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster eins og nýja leikmenn en þeir spiluðu lítið sem ekkert með liðinu á síðustu leiktíð vegna meiðsla.

„Félagaskiptaglugginn er opinn og ég veit ekki alveg hvenær hann lokast,“ sagði Klopp við fréttamenn eftir 6:0 sigur gegn C-deildarliðinu Tranmere Rovers í gærkvöld en þetta var fyrsti leikur liðsins á undirbúningstímabilinu.

Þegar Klopp var tjáð að glugginn væri opinn til 8. ágúst sagði hann:

„Þetta frábæra land. Öll Evrópa hafði hugmyndina að loka glugganum snemma og landið sem gerði það að lokum var England. Svo við lokum honum þremur vikum á undan öðrum. Við sjáum til hvað við gerum en ég held að þetta verði ekki stærsti félagaskiptagluggi okkar allra tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert