Eiður segir sögur af Abramovich

Eiður Smári Guðjohnsen gaf skemmtilega innsýn í líf Romans Abramovich, eiganda Chelsea, á Vellinum á Síminn Sport í kvöld.

Eiður var þá spurður út í Abramovich, enda þekkir hann það frá fyrstu hendi hvernig Rússinn hugsar um Chelsea-liðið. Eiður sagði meðal annars að sama hvar Abramovich væri í heiminum, þyrfti alltaf að vera sjónvarpstæki tiltækt til þess að horfa á Chelsea ef liðið væri að spila. Sama þótt klukkan væri þrjú að nóttu.

„Fyrst þegar hann kom var hann mikið inni í klefa hjá okkur, en sagði ekki mikið. Hann var bara að upplifa stemninguna og maður fann að hann var að lifa sig inn í þetta,“ sagði Eiður Smári meðal annars, en nánar má heyra sögur af Abramovich í meðfylgjandi myndskeiði.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea. AFP
mbl.is