Leikmenn Arsenal eru ánægðari (myndskeið)

Ian Wright, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Arsenal, er ánægður með það starf sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta er að vinna hjá félaginu. Þrátt fyrir að sigrarnir séu fáir sér Wright mikil batamerki á liðinu. 

Arsenal hefur unnið aðeins tvo af átta deildarleikjum undir stjórn Arteta, en að sama skapi aðeins tapað einum. Jafntefli hafa því verið áberandi síðan Spánverjinn tók við af landa sínum Unai Emery. 

Næsti leikur Arsenal er á heimavelli gegn Everton á sunnudaginn kemur. 

Innslagið hjá Wright má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is