Skorar Gylfi aftur gegn United? (myndskeið)

Enska úr­vals­deild­in í fót­bolta held­ur áfram um helg­ina er 28. um­ferðin verður leik­in. Li­verpool fær gott tæki­færi til að ná 25 stiga for­skoti á toppn­um þar sem liðið mæt­ir Wat­ford sem er í næst­neðsta sæti á úti­velli. 

Manchester City leik­ur við Ast­on Villa í úr­slit­um deilda­bik­ars­ins á sunnu­dag og mun því ekki geta minnkað for­skot Li­verpool fyrr en síðar.

Þá eru áhuga­verðir leik­ir á morgun þar sem Gylfi Þór Sig­urðsson og fé­lag­ar í Evert­on mæta Manchester United og Totten­ham og Wol­ves eig­ast við. 

Dag­skrá helgar­inn­ar í enska bolt­an­um: 

Laug­ar­dag­ur­inn 29. fe­brú­ar: 
12:30 Bright­on - Crystal Palace (í beinni út­send­ingu á Sím­an­um sport)
15:00 Bour­nemouth - Chel­sea (í beinni út­send­ingu á Sím­an­um sport og mbl.is)
15:00 Newcastle - Burnley 
15:00 West Ham - Sout­hampt­on 
17:30 Wat­ford - Li­verpool (í beinni út­send­ingu á Sím­an­um sport)

Sunnu­dag­ur­inn 1. mars. 
14:00 Evert­on - Manchester United (í beinni út­send­ingu á Sím­an­um sport)
14:00 Totten­ham - Wol­ves 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert