Þjálfari Jóhanns með veiruna

Ian Woan er með kórónuveiruna.
Ian Woan er með kórónuveiruna. Ljósmynd/Burnley

Ian Woan, aðstoðarþjálfari enska knattspyrnuliðsins Burnley, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Er hann einn sex einstaklinga innan deildarinnar sem hefur greinst með smit á síðustu tveimur dögum. 

Í dag og í gær hafa alls verið tekin 748 sýni og sex reyndust jákvæð hjá þremur mismunandi félögum. Mun Woan fara í sjö daga einangrun, áður en hann verður skimaður á nýjan leik. 

Woan er 52 ára og var hann einkennalaus þegar hann greindist með veiruna. Byrjuðu leikmenn Burnley að æfa í dag í fyrsta skipti í tvo mánuði og á meðal þeirra var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert