Sex í ensku úrvalsdeildinni greindust með veiruna

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar.
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar. AFP

Sex kórónuveirusmit voru greind hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á síðustu tveimur dögum. Voru smitin hjá þremur félögum en ekki hefur verið gefið út hvort þeir smituðu séu leikmenn eða annað starfsfólk eða hver félögin þrjú eru. 

Alls voru tekin 748 sýni og munu þeir sýktu fara í einangrun í það minnsta sjö daga. Félög deildarinnar hafa gefið út að stefnt sé að því að hefja leik á ný 12. júní næstkomandi, en æ fleiri spá því nú að deildin muni hefjast viku síðar, 19. júní. 

Einhverjir leikmenn í deildinni byrjuðu að æfa á ný í dag, en án snertinga. Mega fimm æfa saman mest 75 mínútur í einu.

Síðast var leikið í deildinni 13. mars síðastliðinn og eru 92 leikir eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert