Markvörðurinn framlengir við Chelsea

Willy Caballero.
Willy Caballero. AFP

Argentínski markvörðurinn Willy Caballero hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea um eitt ár. Átti hann einn mánuð eftir af samningi sínum við félagið. 

Caballero, sem hefur sömuleiðis leikið með Manchester City á Englandi, hefur leikið níu leiki á leiktíðinni, en hann kom til Chelsea fyrir þremur árum. 

Chelsea á enn eftir að semja við Willian og Pedro sem verða samningslausir 30. júní. Gætu samningar þeirra því runnið út áður en tímabilið verður klárað, en félagið vinnur nú að því að framlengja við þá út tímabilið hið minnsta. 

mbl.is