Framherjinn áfram hjá United

Odion Ighalo og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á …
Odion Ighalo og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á góðri stundu. AFP

Knattspyrnumaðurinn Odion Ighalo, framherji Shanghai Shenua í kínversku úrvalsdeildinni og lánsmaður hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, verður áfram í herbúðum enska félagsins á næstu leiktíð en það er enski miðillinn the Telegraph sem greinir frá þessu. Ighalo hefur skrifað undir framlengingu á lánssamningi sínum sem gildir út janúar 2021.

Enska knattspyrnusambandið á enn þá eftir að staðfesta félagaskiptin og því hefur United ekki sent frá sér formlega tilkynningu vegna málsins að svo stöddu. Nígeríski framherjinn gekk til liðs við United í janúar á þessu ári og hefur staðið sig vel í búningi United og skorað fjögur mörk í átta leikjum fyrir félagið í öllum keppnum.

Ighalo, sem verður 31 árs gamall í júní, var fenginn til félagsins til þess að fylla skarð Marcus Rashford sem meiddist í janúar. Í fyrstu var talið að Rashford yrði frá út tímabilið en vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að hann mun lá lokaleikjum tímablsins. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 17. júní en níu umferðir eru eftir af tímabilinu þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert