Fallegur skalli tryggði sigurinn (myndskeið)

Burnley hafði bet­ur gegn Wat­ford á heimavelli, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Jay Rodrigu­ez skoraði sig­ur­markið á 73. mín­útu með afar huggulegum skalla.

Jó­hann Berg Guðmunds­son lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Burnley er í ell­efta sæti með 42 stig og Wat­ford í sextánda sæti með 28 stig, einu stigi fyr­ir ofan fallsæti. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is