Góð mörk sökktu Watford (myndskeið)

Wat­ford er enn í leit að fyrsta sigr­in­um í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta eft­ir kór­ónu­hlé en liðið mátti þola 3:1-tap fyr­ir Sout­hampt­on á heima­velli í gær. 

Danny Ings kom Sout­hampt­on á bragðið á 16. mín­útu og var staðan í leik­hléi 1:0. Ings var ekki hætt­ur því hann bætti við öðru marki Sout­hampt­on og öðru marki sínu á 70. mín­útu.

Wat­ford komst aft­ur inn í leik­inn á 79. mín­útu er Jan Bedna­rek skoraði sjálfs­mark, en aðeins þrem­ur mín­út­um síðar kom James Ward-Prow­se Sout­hampt­on í 3:1 og þar við sat. 

Sout­hampt­on er svo gott sem sloppið við fall. Liðið er í þriðja sæti með 40 stig, en Wat­ford er í 16. sæti með 28 stig, einu stigi fyr­ir ofan fallsæti, þegar liðin eiga sex leiki eft­ir. 

Mbl.is fær­ir ykk­ur svip­mynd­ir úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is