Naut þess að sjá leikmenn sína standa heiðursvörð

Manchester United varð þrettán sinnum Englandsmeistari undir stjórn Sir Alex …
Manchester United varð þrettán sinnum Englandsmeistari undir stjórn Sir Alex Ferguson. AFP

Phil Neville, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, varð sex sinnum Englandsmeistari með liðinu, síðast árið 2003 en hann yfirgaf United árið 2005 og gekk til liðs við Everton. Neville spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá United en Ferguson stýrði liðinu frá 1986 til ársins 2013 og varð liðið þrettán sinnum meistari undir stjórn Skotans.

Chelsea varð Englandsmeistari tímabilið 2004-05 og þurftu leikmenn United þá að standa heiðursvörð fyrir leikmenn Chelsea á Old Trafford og segir Neville að Ferguson hafi haft gaman að uppátækinu. „Ég man mjög vel eftir því þegar að við þurftum að standa heiðursvörð fyrir Chelsea á Old Trafford, tímabilið 2004-05,“ sagði Neville í samtali við Mirror.

„Ég er ekki frá því að Ferguson hafi notið þess að horfa á okkur standa heiðursvörð og hlegið inn í sér. Það var eins og hann vissi að þetta myndi særa stoltið okkar, að sjá lið sem var að taka titilinn okkar  koma á okkar eigin heimavöll og við þurtum að klappa fyrir þeim. Hann vonaðist væntanlega eftir því að þetta myndi hvetja okkur áfram,“ bætti Neville við.

mbl.is