Burnley áfram í baráttunni

Leikmenn Burnley fagna jöfnunarmarki í uppbótartíma.
Leikmenn Burnley fagna jöfnunarmarki í uppbótartíma. AFP

Chris Wood reyndist hetja Burnley gegn Wolves þegar liðin mættust á Turf Moor í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Wood jafnaði metin fyrir Burnley með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raúl Jiménez kom Wolves yfir á 75. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekk Burnley í dag en hann kom inn á strax á 30. mínútu fyrir Charlie Taylor sem meiddist. Burnley er með 51 stig í níunda sæti deildarinnar og í harðri baráttu um Evr+opusæti þegar tveir leikir eru eftir af tímabilinu en Wolves er í sjötta sætinu með 56 stig.

Þá skoraði Harry Kane tvívegis fyrir Tottenham sem vann 3:1-sigur gegn Newcastle á St. Jame's Park í Newcastle. Son Heung-Min kom Tottenham yfir á 27. mínútu en Matt Ritchie jafnaði metin fyrir Newcastle á 56. mínútu. Tottenham er með 55 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Newcastler er í þrettánda sætinu með 43 stig.

David Silva og Gabriel Jesus voru á skotskónum fyrir Manchester City sem vann 2:1-heimasigur gegn Bournemouth en bæði mörk City komu í fyrri hálfleik. David Brooks minkaði muninn fyrir Bournemouth í síðari hálfleik en City er með 75 stig í öðru sæti deildarinnar á meðan Bournemouth er með 31 stig í átjánda sætinu, 4 stigum frá öruggu sæti.

Burnley 1:1 Wolves
Wood (víti) - 90.- Jiménez 75.

Manchester City 2:1 Bournemouth
Silva 6., Jesus 39. - Brooks 88.

Newcastle 1:2 Tottenham
Ritchie 56. - Son 27., Kane 60.

Harry Kane fagnar marki sínu gegn Newcastle.
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Newcastle. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 18:55 Textalýsing MARK! Burnley 1:1 Wolves (Wood 90.) - Chris Wood jafnar metin fyrir Burnley úr vítaspyrnu!
mbl.is