Ekkert tilboð borist frá Chelsea

Declan Rice sækir að Bruno Fernandes í leik West Ham …
Declan Rice sækir að Bruno Fernandes í leik West Ham og Manchester United í sumar. AFP

West Ham segir ekkert til í þeim fregnum að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í miðjumanninn Declan Rice.

Fjölmiðlar á Englandi hafa áður sagt frá því að Chelsea vilji kaupa miðjumanninn varnarsinnaða frá nágrönnum sínum en samkvæmt BBC er ekkert til í því að tilboð sé nú á borðinu.

Rice er 21 árs og ein af stjörnum West Ham en hann hóf ferilinn í unglingaliði Chelsea, var þar í sjö ár. Hann er samningsbundinn West Ham til 2024 og mun að öllum líkindum mæta á æfingasvæði liðsins á mánudaginn þegar undirbúningur fyrir næsta tímabil hefst.

mbl.is