Rúnar Alex beint á bekkinn hjá Arsenal í kvöld

Mikel Arteta, Rúnar Alex Rúnarsson og Edu við undirskriftina á …
Mikel Arteta, Rúnar Alex Rúnarsson og Edu við undirskriftina á mánudaginn. Ljósmynd/arsenal.com

Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Arsenal í kvöld þegar liðið sækir Leicester heim í 32ja liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu.

Arsenal gekk frá kaupum á Rúnari frá Dijon í Frakklandi á mánudaginn. Bernd Leno aðalmarkvörður Arsenal ver markið í kvöld en annars eru nokkrir af þekktustu leikmönnum liðsins á bekknum með Rúnari, svo sem Granit Xhaka, Alexandre Lacazette, Willian, Dani Ceballos og Héctor Bellerín.

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton sem sækir Fleetwood heim og Jón Daði Böðvarsson er í liði Millwall sem tekur á móti Burnley. Þar er Jóhann Berg Guðmundsson fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

mbl.is