Dramatískt jafntefli á Selhurst Park

Alexis Mac Allister fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Crystal Palace.
Alexis Mac Allister fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Crystal Palace. AFP

Alexis Mac Allister reyndist hetja Brighton þegar liðið heimsótti Cyrstal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Selhurst Park í London í dag.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Allister skoraði jöfnunarmark Brighton í uppbótartíma.

Wilfried Zaha kom Palace yfir strax á 19. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Michy Batshuayi innan teigs.

Allister jafnaði metin eftir að skot hans fór af varnarmanni og í netið áður.

Þá fékk Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu í uppbótartíma.

Crystal Palace er með 7 stig í tólfta sæti deildarinnar en Brighton er með 4 stig í sextánda sætinu.

mbl.is