Vilja stofna nýja ofurdeild Evrópu

Manchester United vill stofna evrópska ofurdeild.
Manchester United vill stofna evrópska ofurdeild. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Liverpool og Manchester United eru í viðræðum um stofnun nýrrar ofurdeildar með stærstu félögum Evrópu. Fjárfestar eru reiðubúnir að leggja til 4,6 milljarða punda til að gera hugmyndina að veruleika. Sky greinir frá. 

Gæti deildin hafið göngu sína árið 2022 og stærstu lið Englands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar tekið þátt. Um 18 liða deild yrði að ræða sem myndi enda með úrslitakeppni þar sem efstu liðin fengju gífurlega hátt verðlaunafé. 

FIFA er sagt hlynnt deildinni, en UEFA ekki. Mun deildin væntanlega taka við af Meistaradeildinni, en leikið yrði um helgar en ekki á virkum dögum til að auka áhorf. 

Arsenal, Chelsea, Manchester City og Tottenham eru einnig sögð áhugasöm um að taka þátt í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert