Tveir leikmenn Arsenal með veiruna

Sead Kolasinac
Sead Kolasinac AFP

Sead Kolas­inac og Mohamed Elneny, leikmenn enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Arsenal, hafa báðir greinst með kórónuveiruna en þeir eru í landsliðsverkefnum þessa helgina.

Bakvörðurinn Kolasinac reyndist jákvæður eftir skimun á landsliðshóp Bosníu og mun því missa af næstu leikjum eins og Elneny sem smitaðist í heimalandinu Egyptalandi, rétt eins og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool.

Báðir eru farnir í einangrun og missa af leik Arsenal gegn Leeds í úrvalsdeildinni á sunnudag.

Mohamed Elneny til hægri.
Mohamed Elneny til hægri. AFP
mbl.is