Fyrirliðinn gæti snúið aftur

Jordan Henderson hefur misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool vegna …
Jordan Henderson hefur misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool vegna meiðsla. AFP

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool vegna meiðsla.

Hann meiddist í leik með enska landsliðinu í 2:0-tapi gegn Belgiu í Þjóðadeild UEFA í Heverlee hinn 15. október.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti hins vegar að Henderson gæti verið klár í slaginn á morgun þegar Liverpool fær Brighton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

„Hendo æfði í gær en hann tók ekki fullan þátt í æfingunni með hinum strákunum,“ sagði Klopp.

„Eins og staðan er í dag þá hef ég ekki hugmynd um það hverjir eru að fara spila á morgun. Ég þarf að ráðfæra mig við læknaliðið áður en ég tek ákvörðun.

Ég mun velja liðið á morgun og Hendo gæti vel spilað, við sjáum hvað setur,“ bætti Klopp við.

mbl.is