Mörkin: Tvö mörk Liverpool fengu ekki að standa

Varsjáin var í aðalhlutverki þegar Brighton tók á móti Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Falmer-vellinum í Brighton í dag.

Diogo Jota kom Liverpool yfir á 60. mínútu áður en Pascal Gros jafnaði metin fyrir Brighton með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og lokatölur því 1:1.

Liverpool skoraði þrívegis í leiknum en tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu eftir að varsjáin hafði skoðað mörkin betur.

Þá fékk Brighton vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Andy Robertson hafði brotið á Danny Welbeck innan teigs en Stu­art Attwell, dómari leiksins, ákvað að skoða sjálfur atvikið í varsjánni áður en hann dæmdi vítaspyrnu.

Leikur Brighton og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert