Gylfi breyttist í Messi

Gylfi Þór Sigurðsosn í baráttunni við Paul Pogba í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsosn í baráttunni við Paul Pogba í leiknum. AFP

Frammistaða Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Everton gegn Manchester United í enska deildabikarnum í fótbolta á Þorláksmessu heillaði blaðamann Liverpool Echo.

Gylfi var með betri leikmönnum Everton í leiknum en United vann að lokum 2:0-sigur og tryggði sér sæti í undanúrslitum.

„Gylfi breyttist í Lionel Messi í eitt augnablik og dansaði sig í gegnum vörn Manchester United en Harry Maguire bjargaði.

Var nálægt því að skora glæsilegt mark úr aukaspyrnu en Dean Henderson varði. Var rólegri í seinni hálfleik og virkaði þreyttur,“ segir í umfjöllun Liverpool Echo um Gylfa.

Everton verður í eldlínunni annað kvöld er liðið heimsækir botnlið Sheffield United klukkan 20.

mbl.is