Mörkin: VAR stal senunni

Myndbandsdómsgæslan var í stóru hlutverki þegar Tottenham vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ryan Mason gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Danny Ings kom Southampton yfir í fyrri hálfleik en Gareth Bale jafnaði metin fyrir Tottenham um miðjan síðari hálfleikinn.

Son Heung-min hélt að hann hefði komið Tottenham yfir á 75. mínútu en markið var dæmt af eftir að stuðst hafði verið við myndbandsdómgæslu.

Tottenham fékk svo aukaspyrnu rétt utan teigs á 89. mínútu en David Coote, dómari leiksins, breytti dómnum og dæmdi víti eftir að hafa nýtt sér myndbandsdómsgæsluna á vellinum.

Son skoraði örugglega úr vítinu og tryggði Tottenham sigur.

Leikur Tottenaham og Southampton var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert