Í læknisskoðun hjá Liverpool

Ibrahima Konaté er að ganga til liðs við Liverpool.
Ibrahima Konaté er að ganga til liðs við Liverpool. AFP

Knattspyrnumaðurinn Ibrahima Konaté hefur lokið læknissskoðun hjá stórliði Liverpool á Englandi. Það er ESPN sem greinir frá þessu.

Konaté, sem er 22 ára gamall, mun skrifa undir fimm ára samning við enska félagið en hann er samningsbundinn RB Leipzig í Þýskalandi.

Franski miðvörðurinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur en enska félagið borgar rúmlega 30 milljónir punda fyrir Konaté.

Varnarmaðurinn er uppalinn hjá Sochaux í Frakklandi en hann gekk til liðs við RB Leipzig árið 2017 og hefur leikið þar síðan.

mbl.is