Að hluta leikmönnum að kenna

José Mourinho var rekinn frá Tottenham í apríl eftir 17 …
José Mourinho var rekinn frá Tottenham í apríl eftir 17 mánuði í starfinu. AFP

Knattspyrnumaðurinn Matt Doherty, varnarmaður Tottenham, viðurkennir að leikmönnum liðsins sé að hluta til að kenna um brottrekstur knattspyrnustjórans José Mourinho.

Portúgalinn var rekinn frá Tottenham í apríl eftir 17 mánuði sem stjóri liðsins en liðið sat þá í 7. sæti deildarinnar og féll óvænt úr keppni í Evrópudeildinni gegn Dinamo Zagreb. „Við vorum ekki að ná í réttu úrslitin fyrir hann,“ viðurkenndi Doherty í viðtali við Sky Sports.

„Það er alltaf stjórinn sem missir vinnuna en við leikmennirnir vorum á vellinum og gátum ekki náð í úrslit fyrir hann. Það er synd, Mourinho er einn besti knattspyrnustjóri allra tíma.“

Mourinho hefur síðan þá ráðið sig til starfa hjá Roma á Ítalíu en Tottenham leitar enn að nýjum þjálfara fyrir næsta vetur. Félagið var í viðræðum við Ítalann Antonio Conte en þær sigldu í strand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert