Leikmaður handtekinn grunaður um kynferðisbrot

Leikmaðurinn er 31 árs og giftur að sögn lögreglunnar í …
Leikmaðurinn er 31 árs og giftur að sögn lögreglunnar í Manchester. AFP

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni var handtekinn á föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú laus gegn tryggingu. Daily Mail greindi fyrst frá. 

Félag leikmannsins hefur vikið leikmanninum frá störfum á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Leikmaðurinn er 31 árs og giftur samkvæmt frétt Daily Mail.

The Mirror greinir frá því að lögreglan í Manchester líti málið alvarlegum augum og hafi gert húsleit heima hjá leikmanninum fyrr í mánuðinum. Þar hafi verið lagt hald á marga hluti ásamt því að leikmaðurinn hafi verið yfirheyrður og sakaður um alvarleg brot.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is