Slæmt tap United gegn B-deildarliði

Leikmenn QPR fagna í dag.
Leikmenn QPR fagna í dag. Ljósmynd/QPR

Manchester United mátti þola 2:4-tap fyrir QPR úr ensku B-deildinni í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil í enska fótboltanum. Leikið var á heimavelli QPR.

Jesse Lingard kom United yfir strax á fjórðu mínútu en tveimur mínútum síðar jafnaði Charlie Austin og var staðan í hálfleik 1:1.

Lyndon Dykes kom QPR yfir á 53. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Moses Odubajo við þriðja marki liðsins. Mínútu seinna var staðan orðin 4:1 er Dykes skoraði sitt annað mark. Anthony Elanga lagaði stöðuna fyrir United á 73. mínútu.

mbl.is