Tímamótaleikur hjá þremur leikmönnum Liverpool

Mohamed Salah og Sadio Mané voru báðir á skotskónum í …
Mohamed Salah og Sadio Mané voru báðir á skotskónum í dag. AFP

Þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og James Milner áttu allir þátt í mörkum þegar Liverpool vann 5:0 sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag og markaði sú aðkoma tímamót fyrir þá alla.

Egyptinn Salah skoraði eitt mark í leiknum og er nú búinn að jafna Fílabeinsstrendinginn Didier Drogba sem markahæsti Afríkumaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Báðir hafa þeir skorað 104 mörk í deildinni og náði Salah að afreka það í 88 færri leikjum en Drogba gerði á sínum ferli hjá Chelsea. Salah hefur skorað 102 mörk fyrir Liverpool og tvö fyrir Chelsea.

Sadio Mané skoraði einnig eitt mark í leiknum og hefur nú skorað 100 úrvalsdeildarmörk. Mané hefur skorað 79 þeirra fyrir Liverpool og 21 skoraði hann fyrir Southampton.

Milner lagði þá upp eitt mark í leiknum og hefur nú gefið stoðsendingu í 18 úrvalsdeildartímabil í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert