Ole Gunnar nær í úrslit þegar þörf er á

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni, telur að Manchester United muni hafa betur gegn Liverpool þegar liðin mætast í stórslag á sunnudag.

Holland segir að þó Liverpool sé í góðu formi og þá sérstaklega sóknarmaðurinn Mohamed Salah eigi Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man United, það til að ná í úrslit þegar hann þurfi mest á því að halda.

Spá Hollands í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Man United og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford klukkan 15.30 á morgun. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.

mbl.is